Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hversu langt er Breiðablik frá riðlakeppni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mun á fimmtudag spila við Aberdeen frá Skotlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Blikar unnu magnaðan sigur á Austria Vín frá Austurríki í síðustu viku og núna er næsta verkefni Aberdeen.

Sambandsdeildin er ný keppni á vegum UFEA, C-deild Evrópukeppna á eftir Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þetta er fyrsta útgáfa keppninnar.

Íslenskt félagslið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni, en gæti það breyst núna?

Breiðablik er eina íslenska liðið sem er eftir. Liðið er búið að komast í gegnum Racing Union frá Lúxemborg og Austria Vín. Núna þurfa Blikar að vinna tvö einvígi í viðbót.

Ef Breiðablik nær að leggja Aberdeen, þá bíður annað hvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabag frá Aserbaídsjan í næstu umferð.

Sjá einnig:
Blikar búnir að tryggja sér um 125 milljónir
„Eina leiðin er að þora að vera við sjálfir"
Athugasemdir
banner