Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 03. ágúst 2021 10:54
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Brasilía leikur um gullið þriðju leikana í röð
Það þurfti vítakeppni til að knýja fram niðurstöðu í undanúrslitaleik Brasilíu og Mexíkó á Ólympíuleikunum í Japan.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og réðust úrslitin því á vítapunktinum.

Mexíkó klúðraði fyrstu tveimur spyrnum sínum á meðan Brasilíu brást ekki bogalistin. Dani Alves, Gabriel Martinelli, Bruno Guimaraes og Reinier skoruðu úr spyrnum Brasilíu sem vann 4-1 í vítaspyrnukeppninni.

Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem Brasilía kemst í leikinn um gullið en 2012 í London mætti liðið einmitt Mexíkó í úrslitaleiknum en tapaði.

Á laugardaginn klukkan 11:30 fer úrslitaleikurinn fram í Yokohama. Brasilía mun þar mæta Spáni eða Japan sem leika í undanúrslitum núna klukkan 11:00.
Athugasemdir
banner
banner