Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 03. ágúst 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Snær skoraði í mikilvægum sigri - Elías Rafn vann Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snær Jóhannsson skoraði þegar Álasund vann gríðarlega mikilvægan sigur á Raufoss í næst efstu deild í Noregi í dag.


Hann kom liðinu yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik en Álasund vann leikinn 2-0, bæði mörkin í fyrri hálfleik. Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikinn þegar Kongsvinger gerði 2-2 jafntefli gegn Ranheim á útivelli.

Álasund er í 15. og næst neðsta sæti með 12 stig eftir 16 leiki, liðið er 4 stigum frá öruggu sæti. Kongsvinger er í 6. sæti með 27 stig eftir 17 leiki.

Það var Íslendingaslagur í dönsku deildinni þegar Midtjylland tók á móti Álaborg.

Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í marki Midtjylland þar sem hans menn unnu 2-0. Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar en var tekinn af velli undir lok leiksins. Midtjylland er í 3. sæti meeð fimm stig eftir þrjá leiki en Álaborg er í 8. sæti með þrjú stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner