Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   lau 03. september 2022 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt skoraði fjögur gegn Leipzig
Randal Kolo Muani hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Frankfurt.
Randal Kolo Muani hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Frankfurt.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Frankfurt 4 - 0 RB Leipzig
1-0 Daichi Kamada ('16)
2-0 Sebastian Rode ('22)
3-0 Tuta ('67)
4-0 Rafael Borre ('84, víti)


Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í lokaleik dagsins í þýska boltanum þar sem Eintracht Frankfurt tók á móti RB Leipzig í stórslag.

Heimamenn í Evrópudeildarmeistaraliði Frankfurt voru mun betri aðilinn í dag og fóru inn í leikhlé með tveggja marka forystu eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Það var í seinni hálfleik sem Frankfurt skipti um gír og bættu Tuta og Rafael Borre mörkum við í 4-0 sigri. Heimamenn hefðu getað unnið leikinn stærra á meðan gestirnir frá Leipzig áttu ekki nema fjórar marktilraunir og hæfði engin þeirra markrammann.

Randal Kolo Muani, sem var keyptur frá Nantes í sumar, var besti maður vallarins. Hann hefur byrjað þýska deildartímabilið frábærlega og lagði fyrstu tvö mörk leiksins upp í dag. Hann er þá kominn með tvö mörk og fimm stoðsendingar í sex leikjum á tímabilinu.

Christopher Nkunku og Timo Werner leiddu sóknarlínu Leipzig en þeir fengu enga þjónustu. Andre Silva kom inn af bekknum en ekki batnaði þjónustan.

Hvorugt lið hefur farið vel af stað á nýju tímabili í þýsku deildinni og er Frankfurt með 8 stig eftir 5 umferðir á meðan Leipzig er aðeins með 5 stig.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner