Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. september 2022 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Yfir 100 þúsund manns líkar við færslu Declan Rice um dómgæsluna
Mynd: EPA

Declan Rice fyrirliði West Ham var gríðarlega ósáttur eftir 2-1 tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Knattspyrnustjórinn hans David Moyes gaf ekki gott fordæmi þegar hann gagnrýndi ákvörðun dómarans afar harkalega að leikslokum.

West Ham virtist vera búið að skora jöfnunarmark en það var ekki dæmt gilt eftir að VAR greip inn í og sendi Andy Madley dómara að skjánum.

Jarrod Bowen var dæmdur brotlegur fyrir að reka fótinn í handlegg Edouard Mendy. Markvörðurinn var búinn að missa boltann frá sér fyrir samstuðið og gerði enga atlögu að boltanum heldur nýtti tækifærið til að liggja eftir meiddur. Samstuðið var ekki harkalegt en það var vissulega snerting.

„Þetta er ein af verstu VAR ákvörðunum frá upphafi. Þvílíkt djók," skrifaði Rice á Twitter og fékk gífurlega mikil viðbrögð. Yfir 100 þúsund manns líkar við færsluna þegar fréttin er skrifuð.

Sjá einnig:
Moyes æfur út í dómarann: Hlægilega léleg ákvörðun
Sjáðu atvikin úr leik Chelsea: Mark dæmt af í uppbótartíma


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner