Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 03. október 2014 00:07
Magnús Már Einarsson
Kiddi Jak dæmir FH - Stjarnan: Lokaleikur hans á Íslandi
Einn dagur í FH - Stjarnan
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, mun dæma leik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á morgun en þá ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari.

Um er að ræða tímamótaleik hjá Kristni því þetta er síðasti leikurinn sem hann dæmir á Íslandi.

,,Þetta er síðasti mótsleikurinn sem ég dæmi á Íslandi. Ég á leiki framundan í Evrópukeppni og í EM landsliða fram að áramótum en þetta verður mitt lokaflaut á Íslandi," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag en hann er ánægður með að fá stórleikinn á morgun sem lokaleik á Íslandi.

,,Þetta er rúsínan í pylsuendanum. Vonandi verður þessi leikur þannig að fótboltinn lifir og enginn veit hver dómarinn var."

Kristinn byrjaði að dæma árið 1990 þegar hann var 21 árs. Árið 1994 dæmdi hann sinn fyrsta leik í efstu deild og þremur árum síðar varð hann FIFA-dómari.

Kristinn er orðinn 45 ára sem þýðir að hann dettur af FIFA listanum vegna aldurs um áramótin. Aldurstakmörkin munu breytast í framtíðinni en Kristinn dettur út núna og hann hefur á sama tíma ákveðið að leggja flautuna á hilluna.

,,Um áramótin verð ég orðinn löggildur old boys dómari," sagði Kristinn og hló.

,,,Þetta er búinn að vera langur ferill og mig óraði ekki fyrir því þegar að ég byrjaði að ég ætti eftir að fara alla þessa leið. Þetta er búið að vera ómetanlegt, ógleymanlegt og algjörlega frábært," sagði Kristinn.

Aðstoðardómarar Kristins á laugardag verða ekki af verri endanum en það eru Sigurður Óli Þórleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson sem hafa dæmt með honum fjölmarga Evrópuleiki. Þorvaldur Árnason verður fjórði dómari.

Dómararnir í lokaumferð Pepsi-deildarinnar:
13:30 Fjölnir - ÍBV (Þóroddur Hjaltalín)
13:30 Keflavík - Víkingur (Garðar Örn Hinriksson)
13:30 KR - Þór (Örvar Sær Gíslason)
13:30 Breiðablik - Valur (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
13:30 Fram - Fylkir (Gunnar Jarl Jónsson)
16:00 FH - Stjarnan (Kristinn Jakobsson)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner