Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha: Heldurðu virkilega að ég hugsi mikið um það?
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Galatasaray
Wilfried Zaha snýr aftur á Old Trafford í kvöld er Galatasaray spilar gegn Manchester United í Meistaradeildinni.

Það hefur verið nokkuð rætt um feril Zaha hjá Man Utd fyrir þennan leik en hann varði tveimur árum hjá United. Hann spilaði aðeins fimm leiki í öllum keppnum fyrir félagið og náði ekki að vinna sig inn í liðið.

Hann fór svo til Crystal Palace þar sem hann skapaði flottan feril. Núna er hann á sínu fyrsta tímabili með Galatasaray í Tyrklandi.

Zaha var spurður út í það á fréttamannafundi fyrir leikinn í kvöld hvort að hann hugsi mikið um tíma sinn hjá Man Utd.

„Þegar þú horfir á mig, heldurðu virkilega að ég hugsi mikið um það? Ég fór í gegnum þann kafla á ferli mínum. Þú annað hvort byggir á því eða þú deyrð. Þessi reynsla byggði upp karakter. Ég var staðráðinn í að ferillinn myndi ekki deyja."

Það er líklegt að hinn þrítugi Zaha muni byrja leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner