Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   sun 03. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Stórliðin eiga heimaleiki
Simeone vildi láta fresta allri umferðinni í spænska boltanum vegna flóðanna ógurlegu.
Simeone vildi láta fresta allri umferðinni í spænska boltanum vegna flóðanna ógurlegu.
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í spænska boltanum í dag þrátt fyrir þau hrikalegu atvik sem hafa átt sér stað í landinu vegna gífurlegra flóða undanfarna daga.

Tveimur leikjum af fjórum sem áttu að fara fram í gær var frestað en í dag vill La Liga að allir leikirnir sem eru á dagskrá verði spilaðir. Þetta er mikilvægt samkvæmt stjórn La Liga því það eru engar eyður á leikskipulagi liða fram að áramótum og því gæti þurft að fresta viðureignunum um marga mánuði.

Atlético Madrid tekur á móti Las Palmas í fyrsta leik dagsins áður en topplið Barcelona fær Espanyol í heimsókn.

Barca er með 30 stig eftir 11 umferðir, tíu stigum meira heldur en Atlético Madrid sem var að tapa sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í síðustu umferð - á útivelli gegn Real Betis.

Sevilla fær Orra Stein Óskarsson og félaga í liði Real Sociedad í heimsókn áður en Athletic Bilbao spilar við Betis.

Hvorki Sevilla né Real Sociedad hafa farið vel af stað á nýju tímabili og eru þrjú stig sem skilja liðin að í neðri hluta deildarinnar.

Leikir dagsins:
13:00 Atletico Madrid - Las Palmas
15:15 Barcelona - Espanyol
17:30 Sevilla - Real Sociedad
20:00 Athletic - Betis
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir