Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 11:11
Kári Snorrason
Heimir: Þú ert formaður leikmannasamtakanna - Haltu bara kjafti
Heimir Guðjónsson var gestur í Chess After Dark.
Heimir Guðjónsson var gestur í Chess After Dark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson er formaður leikmannasamtakana.
Arnar Sveinn Geirsson er formaður leikmannasamtakana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari Vals og nýráðinn þjálfari Fylkis, segir vandamál Vals vera að félagið étur sig að innan frá. Heimir ræddi um viðskilnað Vals við Sigurð Egil og Srdjan Tufegdzic þegar að hann mætti í hlaðvarpið Chess After Dark á dögunum.


„Vandræði Vals eru sú að Valur étur sig að innan frá. Eins og núna með Sigurð Egil (Lárusson) og Túfa. Svo mætir Arnar Sveinn Geirsson, sem er formaður leikmannasamtakana og gefur sig út fyrir að vera Valsari en er alltaf drullandi yfir alla. Maður er bara: Þú ert formaður leikmannasamtakana, haltu bara kjafti.“ 

„Hvað gerist núna með Túfa, í staðinn fyrir að reyna að halda í einhvern stöðugleika reyna þeir að byrja upp á nýtt. Því miður sé ég ekki Val vinna þetta mót á næstu árum.“ 

Heimir segir síðan vinnubrögð Vals í garð Sigurðar Egils vera léleg og ræddi um meint Messenger-skilaboð sem Sigurður átti að hafa fengið frá stjórnarmönnum Vals.

„Maður var bara kommon, þrettán ár. Allt í lagi að semja ekki við hann. Gerið þetta almennilega og kallið hann inn á fund, segjum þá að við ætlum ekki að semja við þig aftur og ræðið hvers vegna.“ 

„Síðan kemur síðasti leikur Sigurðar á heimavelli sem var gegn okkur (FH). Hann fær ekki heiðursskiptingu sem mér fannst mjög skrítið. Björn Daníel kom og talaði við mig eftir að leikurinn gegn Breiðablik var búinn. Hann sagði við mig að skrokkurinn á sér væri ónýtur og að hann þyrfti að byrja á bekknum á móti Víkingi og Val svo að hann geti byrjað gegn Fram og fengið heiðursskiptingu. Ég sagði að sjálfsögðu Bjössi minn, þú hefur þetta eins og þú vilt.

Mér finnst að svona ætti að gera þetta, svona á að kveðja menn sem hafa gert góða hluti fyrir klúbbinn. Bjössi fékk heiðursskiptingu og það stóð öll stúkan upp og klappaði fyrir honum,“ sagði Heimir að lokum. 


Athugasemdir
banner