Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta rauða spjaldið sem Neuer fær á ferlinum
Mynd: EPA
Manuel Neuer, fyrirliði Bayern München, fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í bikarleik liðsins gegn Bayer Leverkusen sem er nú í gangi.

Neuer, sem 38 ára gamall markvörður, hafði spilað 958 leiki með bæði félagsliði og landsliði án þess að fá að líta rauða spjaldið.

Hann var rekinn af velli eftir aðeins sautján mínútur er hann keyrði út úr teignum á móti Jeremie Frimpong sem var kominn einn í gegn.

Þjóðverjinn hljóp inn í Frimpong og var aukaspyrna dæmd. Harm Osmers, dómari leiksins, fór því næst í vasann og reif upp rauða spjaldið, en það má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu rauða spjaldið hér

Ísraelski markvörðurinn Daniel Peretz kom inn fyrir Leroy Sane, en staðan er markalaus þegar búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks.


Athugasemdir
banner
banner
banner