Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   mið 04. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óviss hvert svarið yrði - „Mamma grét og fannst þetta mjög gaman"
Danijel Djuric
Danijel Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric fer á morgun með íslenska landsliðinu til Portúgal þar sem leiknir verða tveir vináttuleikir. Danijel, sem er leikmaður Víkings, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Suður-Kóreu ytra í nóvember.

Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.

Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.

Sjá einnig:
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið

„Ég veit það ekki, því miður get ég ekki gefið eitthvað svar hverju ég myndi svara. Ég er í íslenska landsliðinu núna og Ísland hefur alltaf verið mitt land. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af því," sagði Danijel.

„Það var aðallega mamma sem var mjög spennt þegar þetta kom upp, hún grét og fannst þetta mjög gaman," sagði Danijel.

Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Víkings eftir þrjú ár í unglingaliðum FC Midtjylland í Danmörku.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner