Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 04. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óviss hvert svarið yrði - „Mamma grét og fannst þetta mjög gaman"
Danijel Djuric
Danijel Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric fer á morgun með íslenska landsliðinu til Portúgal þar sem leiknir verða tveir vináttuleikir. Danijel, sem er leikmaður Víkings, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Suður-Kóreu ytra í nóvember.

Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.

Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.

Sjá einnig:
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið

„Ég veit það ekki, því miður get ég ekki gefið eitthvað svar hverju ég myndi svara. Ég er í íslenska landsliðinu núna og Ísland hefur alltaf verið mitt land. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af því," sagði Danijel.

„Það var aðallega mamma sem var mjög spennt þegar þetta kom upp, hún grét og fannst þetta mjög gaman," sagði Danijel.

Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Víkings eftir þrjú ár í unglingaliðum FC Midtjylland í Danmörku.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner