Landsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric fer á morgun með íslenska landsliðinu til Portúgal þar sem leiknir verða tveir vináttuleikir. Danijel, sem er leikmaður Víkings, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Suður-Kóreu ytra í nóvember.
Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.
Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.
Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.
Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.
Sjá einnig:
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið
„Ég veit það ekki, því miður get ég ekki gefið eitthvað svar hverju ég myndi svara. Ég er í íslenska landsliðinu núna og Ísland hefur alltaf verið mitt land. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af því," sagði Danijel.
„Það var aðallega mamma sem var mjög spennt þegar þetta kom upp, hún grét og fannst þetta mjög gaman," sagði Danijel.
Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Víkings eftir þrjú ár í unglingaliðum FC Midtjylland í Danmörku.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir