Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 09:09
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á „heimaleik“ Íslands í Murcia
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Leikvangurinn í Murcia.
Leikvangurinn í Murcia.
Mynd: Getty Images
Miðasala á leik Íslands og Kosóvó sem fram fer í Murcia á Spáni er hafin. Leikurinn fer fram sunnudaginn 23. mars klukkan 17:00 (18:00 á staðartíma) á Stadium Enrique Roca.

Um er að ræða heimaleik Íslands í einvígi við Kosóvó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar en vegna lélegra vallarmála á Íslandi er ekki hægt að spila hér á Íslandi.

Vitað er að margir ætla að blanda saman golfferð og fótboltaferð og skella sér á leikinn en vinsælt er að iðka golf á þessu svæði.

Miðasala fer fram í gegnum spænska miðasölukerfið Compralaentrada og kostar miðinn 30 evrur, athugið að 1,09 evra þjónustugjald bætist við miðaverð.

Hægt er að tryggja sér miða hér

Fyrri leikurinn fer fram í Pristina í Kosóvó þann 20. mars en það verður fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Um leikvanginn í Murcia
Leikvangurinn í Murcia, sem tekur ríflega 30 þúsund áhorfendur, var opnaður árið 2006 með vináttulandsleik milli Spánar og Argentínu. Um er að ræða heimavöll Real Murcia CF sem leikur í þriðju efstu deild Spánar um þessar mundir, en þar fara einnig af og til fram landsleikir, og nefna má að A landslið karla lék einmitt vináttuleik á þessum leikvangi í mars 2022 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Finnland. Estadio Enrique Roca de Murcia er staðsettur í bænum Churra, sem liggur rétt norðan við Murcia, og er leikvangurinn í u.þ.b. 7 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Murcia.
Athugasemdir
banner
banner
banner