banner
   fim 04. mars 2021 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Allt mjög gott fyrir utan síðustu sendinguna
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Einstaklingsgæði Mason Mount skildu á milli. Þetta var hörkuleikur. Bæði lið lögðu mikið í leikinn," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir fimmta tapið í röð á heimavelli.

Englandsmeistarar Liverpool eru núna í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig úr 27 leikjum. Liverpool tapaði í kvöld, 0-1 fyrir Chelsea.

„Á endanum fengum við eitt mark á okkur, við gerðum mistök þar. Þeir skoruðu annað mark sem var rangstaða og það er hægt að segja að það hafi verið góður varnarleikur hjá okkur. Við vorum mikið með boltann og við verðum að skapa fleiri færi þegar við erum svona mikið með boltann. Það var allt mjög gott fyrir utan síðustu sendinguna."

„Við neyddum þá til að gera mistök og þeir neyddu okkur til að gera mistök. Þeir nýttu ein mistökin en við nýttum okkur ekki þeirra mistök."

„Þetta snýst ekki um Anfield. Við verðum að bæta okkur á mikilvægum augnablikum. Við verðum að sýna gæði okkar á þessum augnablikum og við erum ekki að gera það nægilega oft."

„Þetta er gríðarlega svekkjandi en mótið er ekki búið og við verðum að fara að vinna fótboltaleiki."

Klopp var spurður að því af hverju hann tók Mo Salah út af. „Hann virtist vera þreyttur og ég vildi ekki taka neinar áhættur. Ég tek ákvarðanir sem mér finnst réttar á því augnabliki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner