Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hewson tilbúinn að hlusta á allt - „Rétti tíminn fyrir báða aðila"
Lengjudeildin
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti góðan tíma með Þrótti.
Átti góðan tíma með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Englendingurinn Sam Hewson yfirgaf herbúðir Þróttar á dögunum og mun því ekki leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Sam Hewson er 35 ára gamall en hann kom fyrst hingað til lands árið 2011 og gekk til liðs við Fram. Hann hefur einnig spilað með FH, Grindavík og Fylki. Hann hefur spilað með Þrótti frá 2021 en er núna að skoða í kringum sig.

„Ég er bæði ánægður og sorgmæddur að hafa yfirgefið Þrótt en mér finnst þetta rétti tíminn fyrir báða aðila," segir Hewson í samtali við Fótbolta.net. „Við ræddum saman um ákveðna hluti og við vorum ekki sammála, og því töldum við þetta vera rétta tímapunktinn fyrir mig að fara frá félaginu."

„Þetta gerðist mjög fljótt. Við höfðum talað um þetta í viku eða svo. Ég vissi eftir það að ég þyrfti að fara. Ég vissi að leikurinn gegn Fylki yrði minn síðasti leikur hjá félaginu og ég vildi því njóta hans mikið."

„Ég held að félagið sé að horfa í það að nota fleiri yngri leikmenn og ég tel því að þessi endalok séu best fyrir alla."

Nokkur félög haft samband
Hewson segir að nú þegar hafi nokkur félög sett sig í samband en hann kveðst opinn fyrir öllum möguleikum.

„Það hafa nú þegar nokkur félög sett sig í samband við mig og ég er alltaf tilbúinn að hlusta á alla. Ég veit ekki hvernig framtíðin lítur en ég er opinn fyrir að hlusta og sjá hvaða tækifæri koma upp."

Hewson segist vera á góðum stað líkamlega. „Ég hef ekki verið á betri stað líkamlega í langan tíma og ég er í mjög góðu standi. Ég hef lent í meiðslum á síðustu tímabilum en það hafa aldrei verið vöðvameiðsli. Þessi meiðsli hafa alltaf komið upp eftir tæklingar og eitthvað sem ég gat ekki forðast."

„Ég vil þakka starfsfólkinu og leikmönnunum hjá Þrótti. Ég átti góðan tíma þarna og fólkið í kringum félagið er mjög vingjarnlegt. Mér fannst ég alltaf vera velkominn í Laugardalnum. Ég þakka þeim fyrir allt," sagði Hewson að lokum en það verður fróðlegt að sjá hvar hann spilar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner