Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. apríl 2021 22:00
Aksentije Milisic
Þórsvöllur verður SaltPay-völlurinn
Saltpay-völlurinn.
Saltpay-völlurinn.
Mynd: Palli Jóh
Íþróttafélagið Þór og SaltPay, sem er leiðandi fjártæknifyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar, hafa gert með sér tveggja ára samning um að næstu tvö árin muni Þórsvöllur bera nafnið SaltPay-völlurinn.

Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni, Thorsport.is í dag.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Þór selur nafn á völlinn en hann hefur ávallt heitið Þórsvöllur. Nú hefur orðið breyting þar á.

„„Það eru miklir umbótatímar að eiga sér stað hjá SaltPay um þessar mundir en við breyttum nýlega nafni okkar úr Borgun, sem mörgum er kunnugt, í SaltPay. Með breyttum áherslum viljum við styrkja og styðja vel við bakið á íþróttastarfsemi á Íslandi. Það er okkur því mikið gleðiefni að undirrita þennan samning við Þór og fá tækifæri til að sýna vilja okkar í verki og er þetta fyrsta skref okkar í þeirri vegferð sem koma skal,“ sagði Gísli Páll Helgason, viðskiptastjóri SaltPay, við heimasíðu Þórs í dag.


Egill Örn Gunnarsson, Gísli Páll og Reimar Helgason
Athugasemdir
banner
banner