
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri vann 3-1 sigur á Kósóvó í þróunarmóti UEFA í dag og endaði því mótið með fullt hús stiga.
Mótið var spilað í Eistlandi og hafði Ísland unnið bæði heimaliðið og Slóvakíu áður en það mætti Kósóvó í dag.
Það endaði mótið með stæl. Eftir að hafa lent marki undir náðu þær Anna Heiða Óskarsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Eva Marín Sæþórsdóttir að snúa taflinu við fyrir Ísland og tryggja öruggan sigur.
Ísland endaði því í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga. Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem mun gefa þeim bensín inn í næstu verkefni.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Kara Guðmundsdóttir og Rebekka Sif voru markahæstar hjá Íslandi á mótinu en allar skoruðu tvö mörk.
Athugasemdir