Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   sun 04. júní 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Góðir sigrar hjá ÍH og ÍR
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
ÍH og ÍR unnu góða sigra í 2. deild kvenna í gær.

Selma Sól Sigurjónsdóttir skoraði tvö og Hildur Katrín Snorradóttir eitt þegar ÍH vann Smára, 3-0, í Kópavogi.

Þetta var þriðji sigur ÍH í sumar en liðið er með 9 stig í 5. sæti en Smári í 9. sæti með 1 stig.

ÍR fagnaði þá 4-0 sigri á Sindra. María Marín Asensio og Lovía Guðrún Einarsdóttir skoruðu mörk ÍR í fyrri hálfleik en Sandra Dögg Bjarnadóttir gerði þriðja markið strax í byrjun síðari hálfleiks áður en Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir kom boltanum í eigið net.

ÍR er í öðru sæti með 13 stig en Sindri í 10. sæti með 1 stig.

Smári 0 - 3 ÍH
0-1 Hildur Katrín Snorradóttir ('24 )
0-2 Selma Sól Sigurjónsdóttir ('38 )
0-3 Selma Sól Sigurjónsdóttir ('78 )

Sindri 0 - 4 ÍR
0-1 María Marín Asensio ('15 )
0-2 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('27 )
0-3 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('46 )
0-4 Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('51 , Sjálfsmark)
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 20 14 3 3 61 - 28 +33 45
2.    ÍA 20 13 2 5 68 - 28 +40 41
3.    Haukar 20 12 4 4 65 - 18 +47 40
4.    Fjölnir 20 11 3 6 77 - 34 +43 36
5.    Einherji 19 12 0 7 50 - 23 +27 36
6.    ÍH 20 11 2 7 49 - 38 +11 35
7.    Völsungur 20 11 1 8 38 - 33 +5 34
8.    Álftanes 19 8 5 6 53 - 33 +20 29
9.    KH 20 2 2 16 35 - 74 -39 8
10.    Sindri 20 2 1 17 16 - 113 -97 7
11.    Smári 20 1 1 18 13 - 103 -90 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner