Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 04. júní 2024 16:05
Elvar Geir Magnússon
London
Orri Steinn setur „lætin“ til hliðar: Best að vera í minni búbblu
Icelandair
Orri á æfingu Íslands í dag.
Orri á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er gríðarlega spennandi sóknarmaður. Hann er í öðru sæti yfir þá táninga sem skoruðu flest mörk á tímabilinu í Evrópufótboltanum.

Þessi nítján ára leikmaður er að koma úr gríðarlega lærdómsríku tímabili hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Það voru góðir kaflar og erfiðir en hann endaði tímabilið feikilega vel.

„Mjög sáttur persónulega, þó endirinn hjá liðinu hafi ekki verið jákvæður. Tímabilið hjá mér hefur verið upp og niður, stundum er brekka og stundum hefur þetta lítið fáránlega vel út. Svona er þetta í fótboltanum, maður veit aldrei hvað gerist. Maður reynir bara að gera sitt besta á hverjum degi," segir Orri sem tók inn gríðarlega mikið í reynslubankann.

„Þetta var bara frábært, þetta var fyrsta heila tímabilið mitt á svona háu stigi í fótbolta. Maður getur tekið fullt úr þessu. Sérstaklega allt mótlætið sem maður lenti á. Það gerir mann bara sterkari fyrir vikið. Á endakaflanum sýndi ég hvað býr í mér."

Hjá liðinu sjálfu er krafan alltaf að lyfta bikurunum sem eru í boði í Danmörku en sú varð ekki raunin þetta tímabilið. Liðið hafnaði í þriðja sæti.

„Maður gat alveg fundið að menn voru ekki sáttir. Við gerðum það besta úr vondri stöðu með því að tryggja okkur í Evrópukeppni."

Orri er á radarnum hjá mörgum stórum félögum í Evrópu og um daginn var hann orðaður við Atalanta, ítalska félagið sem vann Evrópudeildina. Orri segist þó ekki vera mikið að hugsa um þessa hluti og býst á þessari stundu við því að vera áfram í Danmörku.

„Það er frábært að fá klapp á öxlina en ég reyni bara að einbeita mér að fótboltanum og setja lætin til hliðar. Mér líður best þegar ég er í minni búbblu og get notið þess að spila fótbolta."

„Ég er með fullt af góðu fólki í kringum mig sem sér um þessa hluti. Mér líður mjög vel í FCK og þeir hafa sýnt mér mikið traust upp á síðkastið. Ef það heldur áfram hef ég enga ástæðu til að fara," segir Orri en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner