lau 04. júlí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Morgunblaðið 
Eggert Gunnþór: Hvatning að vinna fyrsta stóra titilinn
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við bjuggumst að sjálfsögðu við erfiðum leik enda eru þeir með virkilega gott lið," sagði Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður nýkrýndra bikarmeistara SönderjyskE í viðtali við Morgunblaðið.

Eggert lék fyrstu 62 mínúturnar í leiknum og fékk sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína. Þetta var fyrsti stóri titill SönderjyskE og Eggert segir það hafa verið mikla hvatningu fyrir leikmenn að gera vel gegn Álaborg í vikunni.

„Það var mik­il hvatn­ing fyr­ir okk­ur fyr­ir leik­inn, vit­andi það að Sønd­erjyskE hafði aldrei unnið stór­an titil áður. Að sama skapi þarf lítið að hvetja mann áfram þegar það er bik­ar í boði og það var í sjálfu sér al­veg næg hvatn­ing fyr­ir leik­menn liðsins fyr­ir leik­inn," sagði Eggert. Nánar er hægt að lesa um Eggert í grein Morgunblaðsins í morgun.

Sjá einnig:
Eggert Gunnþór: Það styttist í að maður spili á Íslandi
Danmörk: Eggert Gunnþór bikarmeistari
Athugasemdir
banner
banner
banner