Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. júlí 2020 14:05
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Eggert Gunnþór: Það styttist í að maður spili á Íslandi
Eggert verður 32 ára í ágúst.
Eggert verður 32 ára í ágúst.
Mynd: Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson varð danskur bikarmeistari með SönderjyskE í gær og var allur hinn hressasti þegar hann ræddi við Vísi í dag.

SönderjyskE vann sinn fyrsta titil í sögu félagsins þegar liðið vann Álaborg 2-0 í úrslitaleik.

Eggert hefur spilað flesta leiki SönderjyskE á miðsvæðinu en hefur síðustu leikið verið í miðri vörn liðsins.

„Fyrst voru það meiðsli og svo voru menn í banni. Það vantaði í vörnina og ég hef spilað þar áður. Svo erum við bara búnir að vinna og spila vel. Ég hef verið að flakka á milli en ég hefði viljað spila á miðjunni. Þetta er þó gamla klisjan: maður breytir ekki sigurliði," segir Eggert en samningur hans rennur út á næstu dögum.

Eggert hefur verið orðaður við FH en hann segir möguleika á því að hann haldi heim á leið og spili á Íslandi.

„Maður er kominn með fjölskyldu og auðvitað er það möguleiki og það styttist í að maður spili á Íslandi. Það er ekkert klárt en það er líklegra en áður að maður komi heim og verði nær fjölskyldinni en ég mun líka skoða mig um erlendis," segir Eggert við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner