Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. ágúst 2021 19:00
Elvar Geir Magnússon
Saka orðlaus eftir falleg bréf frá stuðningsmönnum Arsenal
Saka fyrir framan vegginn þar sem skilaboðunum var safnað saman.
Saka fyrir framan vegginn þar sem skilaboðunum var safnað saman.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka var orðlaus eftir að Arsenal safnaði saman hundruðum bréfa frá stuðningsmönnum í kjölfarið á EM alls staðar.

Þessi 19 ára strákur fékk rassísk skilaboð eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu í úrslitaleik EM.

En stuðningsmenn Arsenal brugðust við með því að senda honum hjartnæm bréf, skilaboð og gjafir og þessu var safnað saman fyrir Saka þegar hann mætti aftur á æfingasvæðið.

„Ég er orðlaus. Hvernig get ég þakkað ykkur fyrir þetta allt saman? Get ég tekið þetta allt og farið með það heim?" sagði Saka.

Meðal skilaboða sem hann fékk var eitt frá ungum aðdáanda sem bauð honum að spila fótbolta við sig í garðinum og lofaði að „leyfa honum að vinna".
Athugasemdir
banner
banner
banner