Ýmsir sparkspekingar hafa sett spurningamerki við það hversu marga nýja leikmenn nýliðar Nottingham Forest hafa sótt fyrir tímabilið. Mun þessi umbreyting á liðinu sem komst upp úr Championship-deildinni vera því til góðs?
„Við teljum okkur hafa þurft að gera fleiri breytingar en talið er eðlilegt. Í fullkomnum heimi hefði þetta verið öðruvísi en við erum afskaplega ánægðir með það sem við höfum gert í sumar," segir Steve Cooper, stjóri Forest.
„Menn tala um að við höfum endurnýjað liðið að öllu leyti og ég skil þá umræðu. En það er samt enn góður kjarni leikmanna hér enn sem spiluðu stór hlutverk í andanum á síðasta tímabili, sem var magnaður og stór ástæða fyrir því að við náum árangri. Við viljum byggja ofan á það."
„Við teljum okkur vera að halda áfram á okkar vegferð. Við höfum átt opin og hreinskilin samtöl og það er verkefni að endurskapa samheldnina sem einkenndi okkur síðasta tímabil," segir Cooper sem segist ekki hafa látið staðar numið á leikmannamarkaðnum. Enn eigi eftir að koma fleiri leikmenn inn og einhverjir hverfa á braut.
Þá má geta þess að Nottingham Forest tilkynnti í dag að uppalinn varnarmaður liðsins, Joe Worrall, hefði verið skipaður nýr fyrirliði. Worrall er 25 ára og tekur við bandinu af sóknarmanninum Lewis Grabban sem yfirgaf félagið í sumar.
Nottingham Forest heimsækir Newcastla á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Leikmenn sem Nottingham Forest hefur fengið í sumar:
Orel Mangala - Stuttgart, £12.7m
Taiwo Awoniyi - Union Berlin, £17.5m
Moussa Niakhate - Mainz, £17m
Neco Williams - Liverpool, £17m
Brandon Aguilera - Alajuelense, óuppgefið
Giulian Biancone - Troyes, óuppgefið
Omar Richards - Bayern München, óuppgefið
Dean Henderson - Manchester United, lán
Wayne Hennessey - Burnley, frjáls sala
Lewis O'Brien - Huddersfield, óuppgefið
Harry Toffolo - Huddersfield, óuppgefið
Jesse Lingard - Manchester United, frjáls sala
Ahead of our @premierleague campaign, Joe Worrall has been confirmed as the new captain of Nottingham Forest. ©
— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 4, 2022
Ryan Yates will be The Reds' vice-captain. 🙌
🌳🔴 #NFFC | #PL
Athugasemdir