Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. september 2020 13:41
Magnús Már Einarsson
Faðir Messi reiður: Segir að hann eigi að fara frítt frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Jorge Messi, faðir og umboðsmaður Lionel Messi, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir fundarhöld með forráðamönnum Barcelona.

Messi tilkynnti Barcelona í síðustu viku að hann vijli fara frá félaginu og hann telur að hann megi fara frítt samkvæmt klásúlu í samningi sínum.

Barcelona og spænska úrvalsdeildin segja hins vegar að Messi sé með riftunarverð upp á 700 milljónir evra í samningi sínum.

Hinn 33 ára gamli Messi hefur ekki mætt á æfingar hjá Barcelona í vikunni og miðað við yfirlýsingu dagsins stendur hann fastur á því að hann eigi að fá að fara frítt.

Í yfirlýsingunni frá Jorge Messi í dag kemur fram að riftunarverð í samningi Messi eigi ekki lengur við eftir mistök hjá Barcelona.

Áhugavert verður að sjá næstu skref en Manchester City hefur mikinn áhuga á Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner