Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 04. september 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona hafnaði 30 milljónum frá Arsenal
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Man Utd
Mynd: Sheffield United
Mynd: Getty Images

BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins eins og vanalega og er hægt að sjá allt helsta slúðrið hér fyrir neðan. Sumarglugginn er lokaður og mun nýr gluggi ekki opnast fyrr en um áramótin. Í pakka dagsins er meðal annars slúðrað um Ferran Torres, Jurrien Timber, Moises Caicedo og Christian Eriksen.Southampton hafnaði 50 milljónum punda frá Chelsea fyrir Romeo Lavia, 18, á gluggadegi aðeins nokkrum vikum eftir að hafa verið keyptur frá Manchester City. (Daily Echo)

Arsenal lagði fram 30 milljón evra tilboð í Ferran Torres, 22 ára vinstri kantmann Barcelona, nokkrum dögum fyrir gluggalok en Xavi vildi ekki missa leikmanninn. (El Nacional)

Þrír umboðsmenn eru að rífast um launagreiðslur í sinn hlut eftir félagsskipti Antony frá Ajax til Manchester United. Það eru 20 milljónir punda á borðinu sem þeir eru að berjast um. (Mirror)

Jurrien Timber, 21 árs varnarmaður Ajax, segir að ummæli hollenska landsliðsþjálfarans Louis van Gaal sem birtust í fjölmiðlum í sumar hafi verið uppspuni. Van Gaal ráðlagði Timber aldrei að skipta ekki yfir til Manchester United þegar Erik ten Hag reyndi að fá hann í sumar. (AD)

Manchester United hafnaði tækifæri á að kaupa Moises Caicedo fyrir 5 milljónir punda í janúar 2021. Caicedo er í dag mikilvægur hlekkur á miðju Brighton og fastamaður í landsliðið Ekvador þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall. Rauðu djöflarnir hafa áhuga en Brighton vill 50 milljónir. (The Athletic)

Barcelona er að leita sér lögfræðiaðstoðar vegna félagsskipta Antoine Griezmann, 31, aftur til Atletico Madrid. Griezmann var lánaður til Atletico í fyrra með 40 milljón evru kaupákvæði sem er þó skilyrðisbundið. Ef Griezmann spilar 45 mínútur eða meira í 14 leikjum á yfirstandandi leiktíð þá virkjast ákvæðið - annars ekki. Griezmann hefur ekki verið í byrjunarliði Atletico á tímabilinu og ekkert sem bendir til þess að það muni breytast, hann er kominn með tvö mörk í fjórum leikjum komandi inn af bekknum og spilandi síðasta hálftímann. (Mundo Deportivo)

Man Utd bauð Christian Eriksen, 30, samning sem er 43 milljón punda virði til að koma í veg fyrir samkeppni frá Tottenham um undirskrift danska landsliðsmannsins. (Football Insider)

Olivier Giroud, 35, hafði aldrei efasemdir um að Rafael Leao, 23, yrði áfram hjá Milan í sumar þrátt fyrir áhuga frá Chelsea. (Football-Italia) 

Tottenham reyndi að krækja í Ruslan Malinovskyi, 29 ára sóknartengilið Atalanta og Úkraínu, í sumar en forseti ítalska félagsins stöðvaði skiptin. Spurs getur krækt í leikmanninn ódýrt í janúar eða á frjálsri sölu næsta sumar. (Fabrizio Romano)

Lewis Hamilton, goðsögn í Formula One kappakstursheiminum, segist ekki hafa verið í sambandi við Sir Jim Ratcliffe varðandi tilraun ríkasta manns Bretlands til að kaupa Manchester United. (Manchester Evening News)

Chelsea sýndi Sander Berge, 24 ára miðjumanni Sheffield United og norska landsliðsins, áhuga á gluggadegi. (Sheffield Star)

Leeds ætlar að kaupa Ben Brereton Diaz, 23 ára sóknarmann Blackburn, í janúar. Brereton á ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn sem hafnaði nokkrum tilboðum í hann í sumar. (Football Insider)

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segist hafa ráðlagt frænda sínum Frank Lampard að krækja í Dele Alli fyrir Everton en viðurkennir að það hafi verið mistök. 26 ára Alli er kominn til Besiktas í Tyrklandi eftir misheppnaða dvöl hjá Everton. (Talksport)

Scott McLachlan, yfirmaður njósnamála hjá Chelsea, er hættur eftir ellefu ár í starfi. (Daily Mail)


Athugasemdir
banner
banner