Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 04. september 2022 19:30
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég veit það ekki" sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA aðspurður hvað væri hægt að segja eftir ótrúlegan 4 - 4 jafnteflisleik við KR á Norðurálsvellinum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag.

Auðvitað hræðileg byrjun en þvílikt hjarta og baráttuandi og karakter enn og aftur . Það er auðvitað bara afrek að komast aftur inn í leikinn á þennan hátt á móti KR, trekk í trekk að koma aftur og það er auðvitað frábært.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  4 KR

Fyrstu 20 mínúturnar voru ekki boðlegar og ég þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leiknum og við þurftum að setja bæði fullorðnari menn og sterkari inn á. Þeir voru soldið að búllýa okkur inni á vellinum.  

Ótrúlegur fótboltaleikur og ég svona strax eftir leik veit maður ekkert hvað maður á að segja en ég bara hrósa mínum drengjum fyrir það að komast til baka og sýna þennan karakter og baráttuvilja og það er frábært. Við hefðum pottþétt tapað þessum fyrr í sumar. 

Ég verð að spyrja þig út í það að þú gerir fjórfalda skiptingu í fyrri hálfleik. Það er ekki eitthvað sem sést oft í Íslenskum fótbolta.

Nei nei og ég ætla að vona að maður þurfi ekki að beita því oft. En auðvitað blanda að eins og ég sagði áðan, mistök hvernig við komum inn í þennan leik og ég tek það á mig og við urðum að bregðast við því.

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um næstu tvo leiki í deildinni og fleira. 


Athugasemdir
banner
banner