Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 04. september 2022 19:30
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég veit það ekki" sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA aðspurður hvað væri hægt að segja eftir ótrúlegan 4 - 4 jafnteflisleik við KR á Norðurálsvellinum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag.

Auðvitað hræðileg byrjun en þvílikt hjarta og baráttuandi og karakter enn og aftur . Það er auðvitað bara afrek að komast aftur inn í leikinn á þennan hátt á móti KR, trekk í trekk að koma aftur og það er auðvitað frábært.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  4 KR

Fyrstu 20 mínúturnar voru ekki boðlegar og ég þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leiknum og við þurftum að setja bæði fullorðnari menn og sterkari inn á. Þeir voru soldið að búllýa okkur inni á vellinum.  

Ótrúlegur fótboltaleikur og ég svona strax eftir leik veit maður ekkert hvað maður á að segja en ég bara hrósa mínum drengjum fyrir það að komast til baka og sýna þennan karakter og baráttuvilja og það er frábært. Við hefðum pottþétt tapað þessum fyrr í sumar. 

Ég verð að spyrja þig út í það að þú gerir fjórfalda skiptingu í fyrri hálfleik. Það er ekki eitthvað sem sést oft í Íslenskum fótbolta.

Nei nei og ég ætla að vona að maður þurfi ekki að beita því oft. En auðvitað blanda að eins og ég sagði áðan, mistök hvernig við komum inn í þennan leik og ég tek það á mig og við urðum að bregðast við því.

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um næstu tvo leiki í deildinni og fleira. 


Athugasemdir
banner
banner