Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
   sun 04. september 2022 19:30
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég veit það ekki" sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA aðspurður hvað væri hægt að segja eftir ótrúlegan 4 - 4 jafnteflisleik við KR á Norðurálsvellinum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag.

Auðvitað hræðileg byrjun en þvílikt hjarta og baráttuandi og karakter enn og aftur . Það er auðvitað bara afrek að komast aftur inn í leikinn á þennan hátt á móti KR, trekk í trekk að koma aftur og það er auðvitað frábært.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  4 KR

Fyrstu 20 mínúturnar voru ekki boðlegar og ég þarf að taka það á mig að liðið var ekki tilbúið í leiknum og við þurftum að setja bæði fullorðnari menn og sterkari inn á. Þeir voru soldið að búllýa okkur inni á vellinum.  

Ótrúlegur fótboltaleikur og ég svona strax eftir leik veit maður ekkert hvað maður á að segja en ég bara hrósa mínum drengjum fyrir það að komast til baka og sýna þennan karakter og baráttuvilja og það er frábært. Við hefðum pottþétt tapað þessum fyrr í sumar. 

Ég verð að spyrja þig út í það að þú gerir fjórfalda skiptingu í fyrri hálfleik. Það er ekki eitthvað sem sést oft í Íslenskum fótbolta.

Nei nei og ég ætla að vona að maður þurfi ekki að beita því oft. En auðvitað blanda að eins og ég sagði áðan, mistök hvernig við komum inn í þennan leik og ég tek það á mig og við urðum að bregðast við því.

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um næstu tvo leiki í deildinni og fleira. 


Athugasemdir