Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. september 2022 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Ross Barkley til Nice (Staðfest)
Ross Barkley mun spila fyrir Nice á þessu tímabili
Ross Barkley mun spila fyrir Nice á þessu tímabili
Mynd: Heimasíða Nice
Enski miðjumaðurinn Ross Barkley skrifaði í dag undir hjá franska félaginu Nice en félagið tilkynnti um þessi óvæntu skipti á heimasíðu sinni.

Barkley, sem er 28 ára gamall, rifti samningi sínum við Chelsea á dögunum og var því frjálst að finna sér nýtt félag en mörg félög á Englandi sýndu því áhuga á að fá hann.

Hann er uppalinn hjá Everton en var keyptur til Chelsea fyrir fjórum árum.

Hann spilaði 100 leiki og skoraði 12 mörk fyrir Chelsea en átti í erfiðleikum með að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum.

Franska félagið Nice tilkynnti svo í kvöld að Barkley væri nýr leikmaður félagsins en ekki er ljóst með lengd samningsins.

Nice hefur verið duglegt á markaðnum og meðal annars fengið leikmenn á borð við Nicolas Pepe, Joe Bryan, Kasper Schmeichel og Aaron Ramsey.

Nice er í 16. sæti frönsku deildarinnar eftir sex leiki með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner