Diego Maradona er á batavegi eftir að hafa farið í aðgerð í gær vegna blóðtappa í heila.
Leopoldo Luque, læknir Maradona, segir að aðgerðin hafi heppnast vel.
„Þetta var ekki mjög flókin aðgerð en þetta var samt aðgerð á heila," sagði Luque við fréttamenn.
Maradona, sem fagnaði sextugs afmæli sínu í síðustu viku, hafði verið fluttur á sjúkrahús á mánudag eftir að honum leið ekki vel.
Um 50 stuðningsmenn Maradona hópuðust fyrir framan sjúkrahúsið í gær og öskruðu “Diego, Diego!” til stuðnings sínum manna.
Athugasemdir