Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha ánægður að fá að skína undir nýjum þjálfara
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Raphinha var keyptur til Barcelona sumarið 2022 fyrir um 60 milljónir evra og átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili með félaginu, undir stjórn Xavi.

Raphinha, sem er 27 ára gamall, kom að 45 mörkum í 87 leikjum á fyrstu tveimur leiktíðum sínum hjá félaginu en í haust hefur hann sprungið út undir stjórn Hansi Flick.

Raphinha er kominn með 11 mörk og 9 stoðsendingar í 15 leikjum á nýju tímabili og hefur honum aldrei liðið betur.

„Mér leið ekki vel hjá Barca fyrst þegar ég kom. Fyrstu sex mánuðina leið mér eins og ég væri skilinn útundan og sú tilfinning hvarf ekki fyrr en á þessu ári," sagði Raphinha meðal annars í viðtali við El País fyrir 3-1 sigur Barcelona gegn Osasuna um helgina, þar sem Raphinha skoraði eitt marka leiksins.

„Fólk var alltaf að segja að ég væri ekki nógu góður fyrir Barcelona og að félagið ætti að selja mig. Ég fann ekki fyrir miklum stuðningi en núna eru hlutirnir loksins byrjaðir að ganga upp.

„Undir stjórn Xavi þá gekk ekkert hjá mér. Ég spilaði alla leiki vitandi það að mér yrði skipt útaf eftir 60 mínútur og það hafði áhrif á mig. Ég reyndi að gera allt sem ég mögulega gat á þessari klukkustund en það var ekki nóg, ég var alltaf tekinn útaf sama hvort mér gekk vel eða illa."

Athugasemdir
banner
banner
banner