Ingimar Torbjörnsson Stöle er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Vals en hann kemur á frjálsri sölu frá KA þar sem samningur hans er að renna út. Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem nýr þjálfari, Hermann Hreiðarsson, fær í raðir Vals.
Ingimar var ekki í stóru hlutverki hjá KA framan af tímabili en festi sig svo í stöðu hægri kantmanns þegar leið á tímabilið. Hann lék í sóknarlínunni með þeim Hallgrími Mar Steingrímssyni, Birni Snæ Ingasyni og Jóan Símun Edmundsson.
                                    
                
                                    Ingimar var ekki í stóru hlutverki hjá KA framan af tímabili en festi sig svo í stöðu hægri kantmanns þegar leið á tímabilið. Hann lék í sóknarlínunni með þeim Hallgrími Mar Steingrímssyni, Birni Snæ Ingasyni og Jóan Símun Edmundsson.
Ingimar er fæddur 2004 og hefur leyst báðar bakvarðastöðurnar og spilað á kantinum með KA. Hann kom til KA fyrir tímabilið 2023.
Hann á að baki tvo leiki með U19, tvo vináttuleiki með U20 og einn með U21. Hann er uppalinn hjá Fjölni og var svo í þrjú ár hjá Viking í Noregi áður en hann kom í KA. Seinni hluta tímabilsins 2024 lék hann á láni hjá FH.
Hann kom við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni í sumar, byrjaði tólf þeirra, skoraði tvö mörk og lagði upp fimm samkvæmt FotMob.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
                                


