
Norska landsliðskonan Guro Reiten hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi Chelsea undanfarin ár og er hún búin að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Reiten er nú samningsbundin Chelsea til sumarsins 2025, með möguleika á eins árs framlengingu umfram það.
Reiten er 29 ára gömul og er fjölhæfur sóknarleikmaður, sem leikur ýmist sem kantmaður en getur einnig spilað framarlega á miðjunni eða í fremstu víglínu.
Hún er partur af ógnarsterku liði Chelsea sem hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum og bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum, auk þess að vinna deildabikarinn í tvígang og enda tvisvar í öðru sæti.
Reiten var valin sem fótboltakona ársins 2022 í Hollandi, á meðan Erling Braut Haaland var valinn bestur þriðja árið í röð í karlaflokki.
Reiten batt þannig enda á magnaða sigurgöngu Caroline Graham Hansen sem hafði verið kjörin fótboltakona Noregs þrjú ár í röð. Hansen er lykilleikmaður í ógnarsterku liði Barcelona.
Athugasemdir