Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. janúar 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard hafði betur gegn Haaland heima fyrir
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, leikmaður Real Sociedad á láni frá Real Madrid, var valinn fótboltamaður ársins í Noregi.

Ödegaard hafði betur í baráttunni gegn Erling Braut Haaland, Joshua King og Sander Berge.

„Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun. Það er ótrúlega mikið af góðum fótboltamönnum í Noregi. Ég kann mjög að meta þetta, en ég verð að deila þessum verðlaunum með liðsfélögum mínum hjá Vitesse, Sociedad og landsliðinu," sagði Ödegaard í myndbandskveðju.

Ödegaard er 21 árs, en hann hefur verið mjög öflugur á þessu tímabili í spænsku úrvalsdeildinni með Sociedad. Hann átti einnig mjög gott síðasta tímabil með Vitesse í Hollandi þar sem hann var einnig á láni.

Haaland, sem er 19 ára, var líklega helsti keppinautur Ödegaard um verðlaunin. Hann raðaði inn mörkunum með Salzburg í Austurríki áður en hann var keyptur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund núna í janúar.

Haaland var ekki valinn bestur, en hann var þess í stað valinn efnilegastur.

Caroline Graham Hansen, leikmaður Barcelona, var valin fótboltakona ársins.

Hún hafði betur í baráttunni gegn Maren Mjelde, Ada Hegerberg og Guro Reiten.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner