Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 15:03
Elvar Geir Magnússon
Fór aftur inn í brennandi bygginguna til að bjarga kærustu sinni
Dos Santos slasaðist alvarlega.
Dos Santos slasaðist alvarlega.
Mynd: Instagram/tahirys3
Harmleikur átti sér stað í Sviss um áramótin þegar 40 manns týndu lífi eftir að eldur kviknaði á skemmtistað.

Meðal þeirra sem voru á staðnum að fagna áramótunum var 19 ára leikmaður franska liðsins Metz, Tahirys Dos Santos.

Eldur breiddist með hraði út á fyrstu hæð staðarins. Dos Santos náði að komast út en tók þá eftir því að kærasta hans hafði ekki náð að fylgja honum.

Dos Santos óð þá aftur inn í brennandi bygginguna.

„Hann hélt aftur inn til að koma henni úr eldinum. Tahirys er fórnarlamb brunans en umfram allt hetja," segir umboðsmaður hans Christophe Hutteau.

Þessi hetjudáð hafði þó mikil áhrif á hann. Hann fékk alvarleg brunasár á um 30% líkamans, aðallega aftan á hálsinn og á brjóstkassann.

„Tahirys er mjög þjáður og alvarlega slasaður. Það kemur meira í ljós á næstu dögum," segir Hutteu.
Athugasemdir
banner
banner