Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Juventus sé búið að setja sig í formlegt samband við Liverpool í tilraun til að fá kantmanninn Federico Chiesa til sín í janúarglugganum.

Chiesa er 28 ára gamall og með tvö og hálft ár eftir af samningi við Englandsmeistarana.

Hann hefur í besta falli verið varaskeifa á dvöl sinni hjá Liverpool en hann hefur komið að 5 mörkum í 20 leikjum á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 20 leikjum er hann aðeins búinn að spila um 500 mínútur í heildina.

Juve vill fá Chiesa á lánssamningi með kaupmöguleika. Hæfileikar kantmannsins eru óumdeildir en meiðslavandræði hafa verið að hrjá hann í gegnum tíðina.

Liverpool keypti Chiesa úr röðum Juventus sumarið 2024 fyrir um 12 milljónir punda. Hann er talinn hafa áhuga á því að snúa aftur til Ítalíu en er líka tilbúinn til að berjast áfram um sæti í liðinu hjá Liverpool.

Chiesa á 51 landsleik að baki fyrir Ítalíu og lék hann 131 leik á fjórum árum hjá Juventus. Hann var mikilvægur hlekkur í liðinu en var oft að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner