Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
banner
   sun 05. febrúar 2023 15:00
Aksentije Milisic
Spánn: Sjálfsmark og vítaklúður í tapi Real Madrid
Frábær sigur hjá Mallorca.
Frábær sigur hjá Mallorca.
Mynd: EPA

Mallorca 1 - 0 Real Madrid
1-0 Nacho ('13 , sjálfsmark)
1-0 Marco Asensio ('60 , Misnotað víti)


Fyrsti leikur dagsins í La Liga deildinni á Spáni var viðureign Real Mallorca og Spánarmeistara Real Madrid.

Madrid mátti ekki við því að misstíga sig í baráttunni um titilinn við Barcelona en Börsungar spila gegn Sevilla á heimavelli í kvöld.

Mallorca er um miðja deild en liðið komst í forystu snemma leiks þegar Nacho, miðvörður Real Madrid, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir klukkutíma leik fengu gestirnir vítaspyrnu. Marco Asensio steig á punktinn en Serbinn Predrag Rajkovic varði frá honum.

Real reyndi hvað það gat til að ná einhverju úr leiknum en Luka Modric, David Alaba, Toni Kroos og Mariano Diaz kom allir inn á sem varamenn.

Það dugði ekki til og frábær 1-0 sigur staðreynd hjá Mallorca. Madridíngar eru því áfram fimm stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner