Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Leeds í góðri stöðu eftir þægilegan sigur
Manor Solomon lagði upp fyrra mark leiksins.
Manor Solomon lagði upp fyrra mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Coventry 0 - 2 Leeds
0-1 Joel Piroe ('17)
0-2 Jayden Bogle ('26)

Leeds United heimsótti Coventry City í eina leik kvöldsins í ensku Championship deildinni og skóp góðan sigur þökk sé mörkum frá Joël Piroe og Jayden Bogle í fyrri hálfleik.

Piroe skoraði fyrsta markið á 17. mínútu áður en Bogle tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar.

Leeds var sterkari aðilinn allan leikinn og komst nálægt því að bæta fleiri mörkum við. Meira var þó ekki skorað og urðu lokatölur 0-2 fyrir Leeds.

Leeds trónir á toppi deildarinnar með 66 stig eftir 31 umferð. Liðið er með fimm stiga forystu á Sheffield United, sem á þó leik til góða.

Coventry er áfram um miðja deild - aðeins þremur stigum frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner