Gioanni Manna, yfirmaður fótboltamála hjá Napoli, segir að Alejandro Garnacho hafi gert of miklar fjárhagslegar kröfur fyrir ítalska félagið.
Napoli reyndi að kaupa Garnacho frá Manchester United núna í janúar en það gekk ekki upp.
Napoli reyndi að kaupa Garnacho frá Manchester United núna í janúar en það gekk ekki upp.
„Garnacho er leikmaður sem við kunnum vel við," segir Manna.
„Við gerðum United mikilvægt tilboð og vorum mjög nálægt þeirra kröfum."
En jafnvel þótt svo að félögin hefðu komist að samkomulagi, þá hefðu þetta ekki gengið upp.
„Við náðum ekki persónulegi samkomulagi við Alejandro. Hann bað um há laun til þess að breyta um félag í janúar og við virðum okkar leikmenn."
Manna segir að það hefði ekki verið sanngjarnt gagnvart þeim leikmönnum sem eru núna hjá Napoli að gefa Garnacho þann launatékka sem hann var að biðja um, leikmönnum sem eru búnir að leggja á sig mikla vinnu þetta tímabilið.
Garnacho er aðeins tvítugur og mjög efnilegur leikmaður, en Man Utd gæti hugsað sér að selja hann samt sem áður.
Athugasemdir