Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. mars 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Landsliðsins vegna vonar maður að staða hans muni breytast fljótt"
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu þremur leikjum FC Kaupmannahafnar eftir vetrarfrí. Hann hefur ekki fengið eina mínútu.

Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur ekki verið í stóru hlutverki með FCK á tímabilinu og er það áhyggjuefni fyrir íslenska landsliðið. Það er ekki langt síðan hann var orðaður við stór félög á borð við Liverpool og Manchester United, en staða hans er núna ekki góð í Danmörku.

„Hákon (Arnar Haraldsson) er að byrja alla leiki hjá FCK og er í flottum málum, en það eru leiðinlegar fréttir að Ísak virðist hreinlega vera í frystinum," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Ísak á að vera í lykilhlutverki í komandi leikjum í undankeppni EM. Landsliðsins vegna vonar maður svo sannarlega að staða hans muni breytast fljótt."

Kaupmannhöfn spilar við OB frá Óðinsvé í dönsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Spurning er hvort Ísak fái mínútu eða meira í þeim leik.

„Þjálfarinn er að nota sama liðið og Ísak fær ekki traustið," sagði Elvar.

„Hann er geggjaður og vinnur sig bara inn í liðið," sagði Benedikt Bóas Hinriksson sem var með Elvar í þættinum.

Þjálfari FCK er Jacob Neestrup, fyrrum leikmaður FH, en Ísak hefur ekki verið að fá mikið traust hjá honum. Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.


Útvarpsþátturinn - Horft til Bosníu og Heimir Guðjóns gestur
Athugasemdir
banner