Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ágúst Hlynsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Mynd: Hulda Margrét
Brynjólfur Andersen Willumsson
Brynjólfur Andersen Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Parker
Scott Parker
Mynd: Getty Images
Viktor Fischer
Viktor Fischer
Mynd: Getty Images
Ágúst Hlynsson gekk í raðir Víkings frá Bröndby fyrir tímabilið 2019. Ágúst var í stóru hlutverki í liði Víkings sem þótti spila góðan fótbolta og varð liðið bikarmeistari um haustið.

Í dag sýnir Ágúst á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ágúst Eðvald Hlynsson

Gælunafn: Gústi

Aldur: Nýorðinn tvítugur.

Hjúskaparstaða: Sinlge

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti official leikurinn var sumarið 2016 með Breiðablik

Uppáhalds drykkur: Pabbi verslar bara sítrónu topp, þannig verð að segja það

Uppáhalds matsölustaður: Sjávargrillið, hrikalega gott

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl, en nýi bílinnn hjá mömmu er rosa góður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: það eru Vaktirnar

Uppáhalds tónlistarmaður: Bad Bunny er í uppáhaldi þessa dagana

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz 100%

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: þrist, oreo, jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: er ennþá 2017 hjá þér eða?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: væri erfitt að klæðast KA búninginum, þar sem ég bjó í Þorpinu í níu ár.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Viktor Fischer

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: úff búinn að vera með marga góða, en verð að gefa Pabba og Arnari Gunnlaugs þetta.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: verð að segja Davíð Viðars, en top maður utan vallar

Sætasti sigurinn: Bikarmeistaratitilinn í fyrra.

Mestu vonbrigðin: Hafa ekki fengið official deildarleik leik með Bröndby IF

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að Arnar myndi græja Birki Heimis og Binna Willums

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: það er Kristian Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sölvi og Kári eiga það

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þær eru nokkrar mjög fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eiður Smári

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi Tómasson á snappinu er hættulegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Alltaf geggjað að kíkja í Þorpið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var þegar ég var að spila æfingaleik við Breiðablik síðasta sumar og eftir 60 min þá er allt í einu bara Kristian litli brósi mættur inná völlinn það var mjög skemmtilegt.
Gleymi líka aldrei þegar ég var að spila á móti Tottenham með Norwich og Scott Parker er að þjáfa Tottenham liðið. Leikmaður hjá þeim á failsendingu og Scott Parker tekur eitthvað mesta hraun sem ég hef á ævinni heyrt á leikmanninn, það var illa gott moment.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: horfa á eitthvað youtube myndband, eða góðan þátt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: nei, fór samt á einn handboltaleik

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var mjög slappur í ensku og Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: það er að ná bílprófinu í fjórðu tilraun, hélt ángrins að ég myndi aldrei ná því.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Davíð Ingvars og Kolbein Þórðar, best í heimi að hlusta á þá nöldra í hvor öðrum. Síðan Ótttar Magnús til þess að við værum í einhverju líkamlegu standi þarna á eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var Íslandsmeistari í Júdó árið 2010 og 2011. Hætti á toppnum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: ekki hægt að gera uppá milli ellismellina í Víking, allir þvílíkir toppmenn

Hverju laugstu síðast: Laug að Kristalli Mána að ég væri í Fortnite, nennti bara ekki að tala við hann.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: það er upphitun, sæll

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Full dagskrá er: Úti hlaup frá Gauja styrktarþjálfara, fortnite chill/youtube chill - Séræfing hjá pabba út á velli - Gott að borða, Fortnite og þáttachill svo svefn.
Athugasemdir
banner