Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 05. apríl 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heilt yfir ótrúlega flottur leikur hjá okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viiggósdóttir eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

„Við vildum augljóslega byrja á heimavelli. Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Ég er heilt yfir ótrúlega ánægð með þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

„Þær fá dauðafæri rétt áður en við skorum, en Fanney gerir ótrúlega vel í því og bjargar okkur þar. Þær eru með hættulegan leikmann fram á við og þegar við vorum að misstíga okkur, þá voru þær að hóta okkur. Að sama skapi fannst mér við hugrakkar og með flotta spilkafla í leiknum. Við hefðum getað skorað meira. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á, klárlega."

Íslenska liðið skoraði tvisvar undir lok fyrri hálfleiks og gekk nánast frá leiknum þar.

„Við töluðum um það eftir að við skoruðum hvort að við ættum kannski aðeins að falla niður og klára hálfleikinn, en í staðinn opnaðist á bak við þær og við fengum annað mark sem var bara geggjað."

Glódís fékk sjálf tækifæri til að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins en markvörður Pólverja varði vel frá henni.

„Ég veit ekki hvort þetta var heimsklassa eða bara lélegt hjá mér. Það er bara spurning hvernig maður lítur á það. Ég átti bara að skora þarna. Það hefði verið geggjað að ná 3-0 fyrir hálfleik. Við vorum ekkert að stressa okkur mikið í seinni hálfleik og við vorum ekkert að hleypa þeim inn í leikinn."

Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands í kvöld og var hún virkilega öflug. Fanney er nýorðin 19 ára gömul.

„Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún talar allan tímann og er frábær markvörður. Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005. Hún hjálpar mér og gerir mig að betri leikmanni, og alla í kringum sig. Það er það sem við viljum fá frá markverðinum okkar. Hún stóð sig gríðarlega vel en Telma hefur líka staðið sig frábærlega. Við erum ótrúlega vel settar með markvarðarstöðuna. Þetta er lúxusvandamál fyrir þjálfarann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Glódís meðal annars um næsta leik gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner