Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 05. apríl 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heilt yfir ótrúlega flottur leikur hjá okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viiggósdóttir eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

„Við vildum augljóslega byrja á heimavelli. Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Ég er heilt yfir ótrúlega ánægð með þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

„Þær fá dauðafæri rétt áður en við skorum, en Fanney gerir ótrúlega vel í því og bjargar okkur þar. Þær eru með hættulegan leikmann fram á við og þegar við vorum að misstíga okkur, þá voru þær að hóta okkur. Að sama skapi fannst mér við hugrakkar og með flotta spilkafla í leiknum. Við hefðum getað skorað meira. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á, klárlega."

Íslenska liðið skoraði tvisvar undir lok fyrri hálfleiks og gekk nánast frá leiknum þar.

„Við töluðum um það eftir að við skoruðum hvort að við ættum kannski aðeins að falla niður og klára hálfleikinn, en í staðinn opnaðist á bak við þær og við fengum annað mark sem var bara geggjað."

Glódís fékk sjálf tækifæri til að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins en markvörður Pólverja varði vel frá henni.

„Ég veit ekki hvort þetta var heimsklassa eða bara lélegt hjá mér. Það er bara spurning hvernig maður lítur á það. Ég átti bara að skora þarna. Það hefði verið geggjað að ná 3-0 fyrir hálfleik. Við vorum ekkert að stressa okkur mikið í seinni hálfleik og við vorum ekkert að hleypa þeim inn í leikinn."

Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands í kvöld og var hún virkilega öflug. Fanney er nýorðin 19 ára gömul.

„Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún talar allan tímann og er frábær markvörður. Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005. Hún hjálpar mér og gerir mig að betri leikmanni, og alla í kringum sig. Það er það sem við viljum fá frá markverðinum okkar. Hún stóð sig gríðarlega vel en Telma hefur líka staðið sig frábærlega. Við erum ótrúlega vel settar með markvarðarstöðuna. Þetta er lúxusvandamál fyrir þjálfarann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Glódís meðal annars um næsta leik gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner