Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 05. apríl 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heilt yfir ótrúlega flottur leikur hjá okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viiggósdóttir eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

„Við vildum augljóslega byrja á heimavelli. Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Ég er heilt yfir ótrúlega ánægð með þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

„Þær fá dauðafæri rétt áður en við skorum, en Fanney gerir ótrúlega vel í því og bjargar okkur þar. Þær eru með hættulegan leikmann fram á við og þegar við vorum að misstíga okkur, þá voru þær að hóta okkur. Að sama skapi fannst mér við hugrakkar og með flotta spilkafla í leiknum. Við hefðum getað skorað meira. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á, klárlega."

Íslenska liðið skoraði tvisvar undir lok fyrri hálfleiks og gekk nánast frá leiknum þar.

„Við töluðum um það eftir að við skoruðum hvort að við ættum kannski aðeins að falla niður og klára hálfleikinn, en í staðinn opnaðist á bak við þær og við fengum annað mark sem var bara geggjað."

Glódís fékk sjálf tækifæri til að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins en markvörður Pólverja varði vel frá henni.

„Ég veit ekki hvort þetta var heimsklassa eða bara lélegt hjá mér. Það er bara spurning hvernig maður lítur á það. Ég átti bara að skora þarna. Það hefði verið geggjað að ná 3-0 fyrir hálfleik. Við vorum ekkert að stressa okkur mikið í seinni hálfleik og við vorum ekkert að hleypa þeim inn í leikinn."

Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands í kvöld og var hún virkilega öflug. Fanney er nýorðin 19 ára gömul.

„Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún talar allan tímann og er frábær markvörður. Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005. Hún hjálpar mér og gerir mig að betri leikmanni, og alla í kringum sig. Það er það sem við viljum fá frá markverðinum okkar. Hún stóð sig gríðarlega vel en Telma hefur líka staðið sig frábærlega. Við erum ótrúlega vel settar með markvarðarstöðuna. Þetta er lúxusvandamál fyrir þjálfarann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Glódís meðal annars um næsta leik gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner