Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 05. apríl 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heilt yfir ótrúlega flottur leikur hjá okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viiggósdóttir eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

„Við vildum augljóslega byrja á heimavelli. Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Ég er heilt yfir ótrúlega ánægð með þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

„Þær fá dauðafæri rétt áður en við skorum, en Fanney gerir ótrúlega vel í því og bjargar okkur þar. Þær eru með hættulegan leikmann fram á við og þegar við vorum að misstíga okkur, þá voru þær að hóta okkur. Að sama skapi fannst mér við hugrakkar og með flotta spilkafla í leiknum. Við hefðum getað skorað meira. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á, klárlega."

Íslenska liðið skoraði tvisvar undir lok fyrri hálfleiks og gekk nánast frá leiknum þar.

„Við töluðum um það eftir að við skoruðum hvort að við ættum kannski aðeins að falla niður og klára hálfleikinn, en í staðinn opnaðist á bak við þær og við fengum annað mark sem var bara geggjað."

Glódís fékk sjálf tækifæri til að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins en markvörður Pólverja varði vel frá henni.

„Ég veit ekki hvort þetta var heimsklassa eða bara lélegt hjá mér. Það er bara spurning hvernig maður lítur á það. Ég átti bara að skora þarna. Það hefði verið geggjað að ná 3-0 fyrir hálfleik. Við vorum ekkert að stressa okkur mikið í seinni hálfleik og við vorum ekkert að hleypa þeim inn í leikinn."

Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands í kvöld og var hún virkilega öflug. Fanney er nýorðin 19 ára gömul.

„Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún talar allan tímann og er frábær markvörður. Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005. Hún hjálpar mér og gerir mig að betri leikmanni, og alla í kringum sig. Það er það sem við viljum fá frá markverðinum okkar. Hún stóð sig gríðarlega vel en Telma hefur líka staðið sig frábærlega. Við erum ótrúlega vel settar með markvarðarstöðuna. Þetta er lúxusvandamál fyrir þjálfarann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Glódís meðal annars um næsta leik gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner