Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 05. júlí 2020 18:53
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Ég get alveg eins kvartað yfir blautu plasti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur. Við vorum komnir með þetta nánast í báðar hendur. Mark seint í leiknum og þrjár mínútur eftir," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir dramatískt 2-2 jafntefli gegn Breiðablik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

KA skoraði á 90 mínútu úr víti en Breiðablik fékk víti í næstu sókn eftir að Hrannar leikmaður KA rann á Greifavellinum og fékk boltann í hendina innan teigs.

„Svo hvernig við fáum á okkur vítið er náttúrulega ótrúlega óheppni. Fyrst við vorum komnir svona ótrúlega nálægt þessu þá er ég gríðalega svekktur."

Breiðablik voru flottir sóknarlega í leiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim stöðum sem þeir sköpuðu.

„Á móti Blikunum þarft að loka ákveðnum svæðum og við vorum búnir að undirbúa það mjög vel. Færslurnar voru alveg upp á tíu. Ég held það hafi verið tvisvar sem við klikkum aðeins á hreyfingum og þá komast þeir í góð skotsénsa en þá tók Aron Dagur. Ég er mjög ánægður með leikplanið og við vorum svo grátlega nálægt því að klára þetta en svona er fótboltinn. Við verðum bara að taka þetta stig áfram og fara að einbeita okkur að næsta verkefni."

Mikið hefur verið rætt um ágæti Greifavallarins.

„Þetta er bara fótboltavöllur. Mér leiðist svona neikvæð umræða. Þetta er bara okkar völlur og við fílum okkur hérna. Fókusinn á náttúrlega að fara á leikinn sjálfan og bæði lið eiga gera eins og vel og hægt er. Ég get alveg eins kvartað yfir rennandi blautu plasti ef því er að skipta."

Nökkvi var ekki í hóp í dag.

„Hann ristarbrotnar og það var mikið áfall fyrir okkur. Við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður en þetta eru 3-7 vikur. Þetta hefur verið viðlogandi í kringum okkur. Hitt er annað mál að við erum alveg með spræka stráka sem fá bara tækifæri á móti og við bara verðum að vinna í lausnum."

KA á Fylkir á útivelli í næsta leik.

„Við verðum að ganga frá þessum leik og síðan fara að undirbúa okkur fyrir það. Fylkir er með gott fótboltalið og við verðum að vera með okkar á hreinu til að fá eitthvað út úr þeim leik. Stefnum að því að ná í okkar fyrsta sigur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner