David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mán 05. júlí 2021 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski boltinn verður áfram hjá Símanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildin, uppáhalds deild flestra Íslendinga, verður áfram hjá Símanum.

Nýr samningur verður gerður til þriggja ára og verður enski boltinn sýndur hjá Símanum til ársins 2025. Þetta er samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Enski boltinn færðist yfir í Sjónvarp Símans fyrir tímabilið 2019/20 og hefur hann verið sýndur þar undanfarin tvö tímabil.

Tómas Þór Þórðarson er ritstjóri enska boltans á stöðinni og hefur hann verið með flotta sérfræðinga með sér sem hafa gert upp leikina.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá reyndu Sýn og Viaplay einnig að fá réttinn að enska boltanum en það var Síminn sem hafði betur.

Enska úrvalsdeildin hefst aftur núna í ágúst og er von á spennandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner