Jonathan Varane var að skrifa undir samning við enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers. Varane verður 23 ára á þessu ári en hann kemur frá spænska liðinu Sporting Gijon.
Eins og nafnið gefur til kynna er Jonathan hálf bróðir Raphael Varane, leikmann Como og fyrrum leikmann Real Madrid og Manchester United.
Varane eyddi tveimur árum á spáni áður en hann tók skrefið núna til Englands.
‚Ég er mjög spenntur og glaður að vera búinn að skrifa undir hjá þessu sögufræga félagi. Ég þekki fótboltann sem QPR spilar og ég held að hann henti mér. Ég held líka að Championship deildin henti mér mjög vel.‘ sagði nýjasti leikmaður QPR.
‚Ég ætla að gefa mig 100% fram fyrir félagið, liðsfélagana mína og þjálfarann. Ég er með ákveðin markmið hérna hjá félaginu og ég ætla að gera allt til að ná þeim.‘ sagði Varane að lokum.
Championship deildin byrjar næstu helgi en QPR fá West Brom í heimsókn í 1. umferðinni.
‚VIVA VARANE‘ stendur í tilkynningu QPR.
???????? ???????????????? ???????????????????????? ????????
— QPR FC (@QPR) August 4, 2024
The announcement we know you've been waiting for ????
Welcome to QPR, Jonathan Varane! ????