lau 05. september 2020 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ísland telur sig líklega eiga skilið jafntefli"
Icelandair
Úr leiknum á Laugardalsvelli.
Úr leiknum á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Waddle, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, var ekki par sáttur með frammistöðu Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í dag.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Englands eftir mikla dramatík undir lokin þar sem bæði lið fengu vítaspyrnur. England skoraði úr sinni en Ísland klúðraði sinni.

England var mikið meira með boltann en skapaði sér lítið sem ekkert lengst af.

„Þetta eru góð þrjú stig fyrir England, en þeir litu út fyrir að vera ryðgaðir og vonandi gera þeir betur í næsta leik," sagði Waddle á BBC.

„Það verður að segjast að Englandi gekk ekki vel að brjóta íslenska liðið á bak aftur. Ísland telur sig líklega eiga skilið jafntefli og England verður að bæta sig. Þetta var ekki nægilega gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner