Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja að Eric Dier hafi gert Kane rangstæðan
Icelandair
Kane var ósáttur við að fá ekki markið dæmt.
Kane var ósáttur við að fá ekki markið dæmt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England skoraði mark snemma leiks gegn Íslandi sem var dæmt af vegna rangstöðu.

Harry Kane, fyrirliði Englendinga, kom boltanum í netið en eftir nokkra umhugsun tók dómarateymið markið af.

Englendingar voru ósáttir á Twitter og söknuðu þess að hafa ekki VAR.

Kane var ekki rangstæður við fyrstu sendingu en leikmaður Englands inn í teignum hefur áhrif á leikinn og líklega var dómarateymið að miðast við það. Þá er Kane vel rangstæður.

„Við teljum að þessi tilraun (Eric Dier) geri Kane rangstæðan," sagði Atli Viðar Björnsson á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má sjá markið.


Athugasemdir
banner
banner