Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 05. október 2019 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lucas Hernandez ekki með gegn Íslandi
Franski bakvörðurinn Lucas Hernandez verður ekki með franska landsliðinu sem mætir Íslandi og Tyrklandi í komandi landsleikjahléi.

Hasan Salihamidzic yfirmaður íþróttamála hjá Bayern Munchen staðfesti þetta, Hernandez hefur misst af síðustu tveimur leikjum með liðinu og þeir vilja því ekki sjá hann taka neinar áhættur í landsleikjahléinu.

Frakkar mæta í Laugardalinn í Reykavík á föstudaginn og fá svo Tyrkland í heimsókn mánudaginn 14. október.

Hernandez er ekki sá fyrsti sem dettur út úr franska hópnum í dag því Hugo Lloris þurfti einnig að gera það vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner