Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 15:15
Elvar Geir Magnússon
Werder Bremen fær ekki Grujic - Klaassen til Ajax (Staðfest)
 Davy Klaassen í leik með Ajax 2014.
Davy Klaassen í leik með Ajax 2014.
Mynd: Twitter
Þýska blaðið Bild segir að viðræður Werder Bremen við Liverpool um að fá miðjumanninn Marko Grujic hafi siglt í strand. Félögin hafi ekki komist að samkomulagi og nú sé líklegast að Gruic verði áfram hjá Liverpool.

Grujic er 24 ára og hefur spilað í báðum deildabikarleikjum Liverpool. Hann skoraði í 7-2 sigri gegn Lincoln í síðasta mánuði.

Þá er það að frétta af Werder Bremen að Davy Klaassen er kominn aftur til Ajax og hefur gert fjögurra ára samning.

Þessi 27 ára leikmaður var sex ár hjá hollenska stórliðinu og vann þrjá titla áður en hann gekk í raðir Everton 2017.

Honum gekk ekki vel hjá Everton en fann sig betur hjá Werder Bremen.


Athugasemdir
banner
banner
banner