Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 05. október 2022 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sjöunda jafntefli Burnley - Jói Berg spilaði tuttugu mínútur
Ismaila Sarr skoraði fyrir Watford en það dugði skammt
Ismaila Sarr skoraði fyrir Watford en það dugði skammt
Mynd: EPA
Sex leikir fóru fram í ensku B-deildinni í kvöld en Burnley gerði sjöunda jafntefli sitt á tímabilinu er liðið fékk Stoke City í heimsókn á Turf Moor.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á tréverkinu gegn Stoke í dag en Vincent Kompany, stjóri Burnley, hefur verið að stýra aðeins álaginu á leikmanninum.

Connor Roberts kom Burnley yfir á 54. mínútu og um það bil korteri síðar kom Jóhann Berg inná sem varamaður. Harrison Thomas-Clarke eyðilagði fyrir Burnley þegar þrjár mínútur voru eftir með jöfnunarmarki og skildu liðin því jöfn, 1-1.

Þetta var sjöunda jafntefli Burnley í deildinni en það situr í 5. sæti með 19 stig.

Swansea lagði Watford, 2-1. Ismaila Sarr kom Watford í fyrri hálfleiknum en Swansea kom til baka í þeim síðari og jafnaði. Undir lokin skoraði Ben Kabango sigurmark Swansea og lyfti liðinu upp í 6. sæti með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Burnley 1 - 1 Stoke City
1-0 Connor Roberts ('54 )
1-1 Harrison Thomas Clarke ('87 )

Hull City 2 - 1 Wigan
0-1 Will Keane ('14 )
1-1 Dimitris Pelkas ('21 )
2-1 Oscar Estupinan ('65 )

Middlesbrough 1 - 0 Birmingham
1-0 Chuba Akpom ('23 )

Preston NE 1 - 0 West Brom
1-0 Emil Riis Jakobsen ('7 )

Rotherham 1 - 1 Millwall
1-0 Daniel Barlaser ('9 , víti)
1-1 Zian Flemming ('42 )

Watford 1 - 2 Swansea
1-0 Ismaila Sarr ('34 )
1-1 Olivier Ntcham ('52 )
1-2 Ben Cabango ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner