Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mið 05. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmunds: Núna er það að duga eða drepast
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er ekkert í sérstaklega góðum málum eftir að hafa tapað fyrir ÍBV, 2-1, í Bestu deild karla í dag, en liðið er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Sumarið hefur verið erfitt fyrir FH-inga. Lið sem hefur síðustu tvo áratugi verið með bestu liðum landsins er að ganga í gegnum mikla krísu.

Staðan í hálfleik var 1-1 og gerði Ólafur Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga á 33. mínútu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Eyjamanna í byrjun síðari hálfleiks, en FH fékk svo sannarlega færin til að jafna metin og fá stig úr leiknum. Tap var þó niðurstaðan og FH með 19 stig í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.

„Við vissum það að þegar við myndum koma til Eyja að þetta yrði baráttuleikur og þeir myndu gefa allt í þetta. Við vorum staðráðnir í að mæta þeim í baráttunni og fannst við gera það, en búið að vera saga sumarsins að það eru litlu smáatriðin sem eru að skilja á milli í þessum leikjum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Það voru bara þessi litlu atriði, búið að vanta upp á þetta í sumar og það vantaði í dag. Þurfum að snúa bökum saman og gera okkur tilbúna fyrir leikinn á sunnudaginn, risaleikur."

FH-ingar spiluðu 120 mínútur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina, en var einhver þreyta í hópnum?

„Alls ekki. Við vorum búnir að hvíla vel eftir þann leik og allir ferskir. Við róteruðum aðeins í dag en vorum ferskir og þreyta er engin afsökun."

„Núna er það að duga eða drepast. Fjórir leikir eftir og við erum með bakið upp við vegg og það er eins gott að spyrna frá núna,"
sagði Ólafur ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner