Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 05. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmunds: Núna er það að duga eða drepast
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er ekkert í sérstaklega góðum málum eftir að hafa tapað fyrir ÍBV, 2-1, í Bestu deild karla í dag, en liðið er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Sumarið hefur verið erfitt fyrir FH-inga. Lið sem hefur síðustu tvo áratugi verið með bestu liðum landsins er að ganga í gegnum mikla krísu.

Staðan í hálfleik var 1-1 og gerði Ólafur Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga á 33. mínútu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Eyjamanna í byrjun síðari hálfleiks, en FH fékk svo sannarlega færin til að jafna metin og fá stig úr leiknum. Tap var þó niðurstaðan og FH með 19 stig í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.

„Við vissum það að þegar við myndum koma til Eyja að þetta yrði baráttuleikur og þeir myndu gefa allt í þetta. Við vorum staðráðnir í að mæta þeim í baráttunni og fannst við gera það, en búið að vera saga sumarsins að það eru litlu smáatriðin sem eru að skilja á milli í þessum leikjum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Það voru bara þessi litlu atriði, búið að vanta upp á þetta í sumar og það vantaði í dag. Þurfum að snúa bökum saman og gera okkur tilbúna fyrir leikinn á sunnudaginn, risaleikur."

FH-ingar spiluðu 120 mínútur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina, en var einhver þreyta í hópnum?

„Alls ekki. Við vorum búnir að hvíla vel eftir þann leik og allir ferskir. Við róteruðum aðeins í dag en vorum ferskir og þreyta er engin afsökun."

„Núna er það að duga eða drepast. Fjórir leikir eftir og við erum með bakið upp við vegg og það er eins gott að spyrna frá núna,"
sagði Ólafur ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner