Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mið 05. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Guðmunds: Núna er það að duga eða drepast
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er ekkert í sérstaklega góðum málum eftir að hafa tapað fyrir ÍBV, 2-1, í Bestu deild karla í dag, en liðið er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Sumarið hefur verið erfitt fyrir FH-inga. Lið sem hefur síðustu tvo áratugi verið með bestu liðum landsins er að ganga í gegnum mikla krísu.

Staðan í hálfleik var 1-1 og gerði Ólafur Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga á 33. mínútu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark Eyjamanna í byrjun síðari hálfleiks, en FH fékk svo sannarlega færin til að jafna metin og fá stig úr leiknum. Tap var þó niðurstaðan og FH með 19 stig í næst neðsta sæti, stigi frá öruggu sæti.

„Við vissum það að þegar við myndum koma til Eyja að þetta yrði baráttuleikur og þeir myndu gefa allt í þetta. Við vorum staðráðnir í að mæta þeim í baráttunni og fannst við gera það, en búið að vera saga sumarsins að það eru litlu smáatriðin sem eru að skilja á milli í þessum leikjum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

„Það voru bara þessi litlu atriði, búið að vanta upp á þetta í sumar og það vantaði í dag. Þurfum að snúa bökum saman og gera okkur tilbúna fyrir leikinn á sunnudaginn, risaleikur."

FH-ingar spiluðu 120 mínútur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um helgina, en var einhver þreyta í hópnum?

„Alls ekki. Við vorum búnir að hvíla vel eftir þann leik og allir ferskir. Við róteruðum aðeins í dag en vorum ferskir og þreyta er engin afsökun."

„Núna er það að duga eða drepast. Fjórir leikir eftir og við erum með bakið upp við vegg og það er eins gott að spyrna frá núna,"
sagði Ólafur ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner