Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. október 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Potter: Áttuðu sig á því að þeir voru að spila undir getu
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, var hrikalega sáttur við frammistöðu liðsins í 3-0 sigrinum á Milan í Meistaradeildinni í kvöld, en hann segir að leikmenn hafi tekið fulla ábyrgð á frammistöðu síðustu vikna.

Þetta var þriðji leikurinn sem Potter stýrir en í fyrsta leiknum gerði liðið 1-1 jafntefli við Salzburg og svo vannst baráttusigur gegn Crystal Palace um helgina.

Hann var ánægður við frammistöðuna í kvöld.

„Þetta var gott kvöld hjá okkur. Við þurftum að spila vel. Viðhorfið og hvernig leikmennirnir beittu sér var frábært að sjá og þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur."

„Við vorum svolítið taugaóstyrkir fyrstu fimm mínúturnar en það var nú bara af því við vildum gera vel. Eftir það sástu hvað leikmennirnir voru hungraðir og við gátum stjórnað þessu betur og farið að ógna. Fyrsta markið var mikilvægt. Við byrjuðum ekki nógu vel í síðari hálfleiknum og vorum aðeins að þjást sem var gott en gátum svo aðeins slakað á eftir annað markið."

„Héldum hreinu og skoruðum þrjú mörk. Karakterinn í leikmönnunum var góður."


Wesley Fofana meiddist í leiknum gegn Milan og þurfti að fara af velli á 38. mínútu tæpu korteri eftir að hann skoraði fyrsta mark Chelsea. Ekki er ljóst hvort meiðslin séu af alvarlegum toga.

„Við þurfum að skoða það á morgun og sjá hvernig það er. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu. Þetta eru einu vonbrigði kvöldsins."

Chelsea byrjaði tímabilið illa undir stjórn Thomas Tuchel, en hann var rekinn í síðasta mánuði. Potter tók við og var þetta sennilega besta frammistaðan síðan hann tók við.

„Strákarnir hafa verið mjög opnir, tekið ábyrgð, verið hreinskilnir og það er gaman að vinna með þeim. Þeir áttuðu sig á því að þeir voru að spila undir getu og það er frábært frá sjónarhorni þjálfarans," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner