Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 05. október 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Kvenaboltinn
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks og nýkrýndur Íslandsmeistari var til viðtals við Fótbolta.net eftir að lið Breiðabliks hafði tryggt sér titilinn eftir markalaust jafntefli gegn Val á N1 Vellinum að Hlíðarenda í dag. Aðspurð hvort ekki hefði verið við hæfi að rjúfa einokun Vals á titlinum síðustu ár á þeirra eigin heimavelli svaraði Agla María.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Já svo sannarlega, þær eru búnar að vinna síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla. Það var því svo sannarlega kominn tími á að við myndum vinna þetta og sýna að við erum stærsti klúbbur á Íslandi.“

Barátta Vals og Breiðabliks hefur verið í algleymingi á þessu tímabili og liðin barist hart um þá titla sem í boði eru. Valskonur urðu Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Breiðablik fyrr í sumar en nú var komið að því að snúa dæminu við. En horfandi yfir tímabilið gat Agla María fundið einhvern punkt þar sem þetta Íslandsmeistaralið verður til?

„Já það eru nokkrir punktar. Við töpuðum í bikarúrslitum á móti Val og finnst mér að eftir þann leik höfum við spilað gríðarlega vel. Það er eitthvað hungur sem að verður til þá og við verðum algjörlega staðráðnar í að klára mótið og ég held að það sé vendipunktur.“

Undir lok leiks var spennan mikil og lið Vals henti öllu sem það átti fram völlinn. Var púlsinn hjá Öglu Maríu eitthvað farin að hækka á þeim tímapunkti?

„Já hann var alveg farin að gera það. Þegar lið liggja svona mikið á manni þá er maður orðin stressuð en mér fannst það bara hafa góð áhrif á okkur. Við fórnuðum okkur fyrir allt, fórum í alla skallabolta og renndum okkur fyrir. Auðvitað er þetta stressandi en þetta hafðist og það eitt skiptir máli.“

Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner