De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 05. október 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Kvenaboltinn
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks og nýkrýndur Íslandsmeistari var til viðtals við Fótbolta.net eftir að lið Breiðabliks hafði tryggt sér titilinn eftir markalaust jafntefli gegn Val á N1 Vellinum að Hlíðarenda í dag. Aðspurð hvort ekki hefði verið við hæfi að rjúfa einokun Vals á titlinum síðustu ár á þeirra eigin heimavelli svaraði Agla María.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Já svo sannarlega, þær eru búnar að vinna síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla. Það var því svo sannarlega kominn tími á að við myndum vinna þetta og sýna að við erum stærsti klúbbur á Íslandi.“

Barátta Vals og Breiðabliks hefur verið í algleymingi á þessu tímabili og liðin barist hart um þá titla sem í boði eru. Valskonur urðu Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Breiðablik fyrr í sumar en nú var komið að því að snúa dæminu við. En horfandi yfir tímabilið gat Agla María fundið einhvern punkt þar sem þetta Íslandsmeistaralið verður til?

„Já það eru nokkrir punktar. Við töpuðum í bikarúrslitum á móti Val og finnst mér að eftir þann leik höfum við spilað gríðarlega vel. Það er eitthvað hungur sem að verður til þá og við verðum algjörlega staðráðnar í að klára mótið og ég held að það sé vendipunktur.“

Undir lok leiks var spennan mikil og lið Vals henti öllu sem það átti fram völlinn. Var púlsinn hjá Öglu Maríu eitthvað farin að hækka á þeim tímapunkti?

„Já hann var alveg farin að gera það. Þegar lið liggja svona mikið á manni þá er maður orðin stressuð en mér fannst það bara hafa góð áhrif á okkur. Við fórnuðum okkur fyrir allt, fórum í alla skallabolta og renndum okkur fyrir. Auðvitað er þetta stressandi en þetta hafðist og það eitt skiptir máli.“

Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner